ok

Síðdegisútvarpið

Hugvíkkandi efni, Kiddi kanína og skemmti julla

Í síðustu viku kom Þuríður Sigurðardóttir til okkar en hún er í forsvari fyrir hóp sem kallast Laugarnesvinir en hópurinn stendur að undirskriftasöfnun á island.is um Friðlýsingu búsetu og menningarlandslags Laugarness. Þar er þess óskað að Laugarnesið verði allt firðlýst til að vernda söguna. Efni úr grunni Landsspítlans hefur verið ekið í landfyllingu við Lauganesið, en þar stendur til að höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi og við það eru Laugarnesvinir meðal annars ósáttir. Við fengum til okkar Gunnar Tryggvason hafnarstjóra Faxaflóahafna sem eru 20 ára um þessar mundir, til að ræða þessi mál við okkur, sögu Faxaflóahafna og helstu verkefni sem eru á teikniborðinu.

Sara María Júlíudóttir og Silja Björk Björnsdóttir stofnendur og framkvæmdastjórar stórrar alþjóðlegrar ráðstefnu um hugvíkkandi efni í Hörpu núna í febrúar. Sara María og Silja Björk vilja opna umræðuna um hugvíkkandi efni og að Ísland taki fyrstu skrefin í átt að lögleiðingu.

Íslenskur karlmaður um fertugt hvarf sporlaust í höfuðborg Írlands fyrir sex árum. Þrátt fyrir ítarlega eftirgrennslan hefur ekkert til hans spurst. Ný rannsókn á vegum RÚV og írska ríkisútvarpsins RTÉ gæti varpað ljósi á hvað um hann varð. Svona hljómar lýsing á nýjum íslenskum hlaðvarpsþáttum sem heita Hvar er Jón? Anna Marsibil Clausen er annar umsjónamanna þáttarins, hún kom til okkar.

Kristinn Sæmundsson eða Kiddi Kanína eins og hann er alltaf kallaður fékk neitun frá mannanafnanefnd varðandi að fá nafnið Kanína smþykt. Við hringdum í Kidda sem búsettur er í Grímsnesi og könnuðum næstu skref, því baráttu kanínunnar er hvergi nærri lokið.

Við rákumst á magnaða einkamála auglýsingu í Bændablaðinu sem er svo hljóðandi: Viltu koma konunni á óvart? Hvernig væri að bjóða henni í rómantíska siglingu um Atlantshafið, nú eða bara láta gára aðeins í höfninni. Þetta er tækið sem lætur hlutina gerast, auglýsingunni fylgir mynd af litlum báti. Einnig fylgir símanúmer Davíðs Arngrímssonar sem hingað er mættur.

Frumflutt

27. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,