Síðdegisútvarpið

Endurtekið, Riff og nýtt forrit fyrir golftímaskráningu

Saman í liði er yfirskrift Umferðarþings í ár sem fram fer á morgun, föstudag. Þema þingsins í ár er samspil ólíkra vegfarendahópa. Munu fulltrúar vegfarendahópa greina frá sínum fararmáta, hvað er gott við hann og hvaða áskorunum þau mæta. Mikilvægt er sátt ríki í umferðarmenningu okkar og því mun Ríkissáttasemjari taka þátt í deginum. Mun hann leggja línurnar fyrir daginn og er ætlunin nýta hans aðferðarfræði við árangri. Til segja okkur betur frá Umfeðarþingi og þessari áhugaverðu nálgun. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar hjá Samgöngustofu kom til okkar

Sigga Eyrún og Bjarni Snæbjörnsson eru ástríðufullir söng-leikarar. Síðustu ár hafa þau verið lúsiðin við leika í söngleikjum eða setja upp og sýna eigin söngleiki eða tónleika tengda söngleikjum. Vinátta þeirra er samofin hinu konunglega söngleikjapari Viggó og Víólettu, sem skemmt hafa landanum í mörg ár á árshátíðum, í afmælum og víðar. Og eru þau fara af stað með tónleikaröð sem þau kalla Söngleikjastælar. Þau Sigga Eyrún og Bjarni komu til okkar ásamt Karli Olgeirssyni.

í kvöld verður annar þáttur sýndur í sjónvarpinu af þáttunum Endurtekið en þættirnir fjalla um hringrásarhagkerfið, þar sem hlutir og hráefni fara í hring og eins manns rusl verður annars fjársjóður. Sigríður Halldórsdóttir og Freyr Eyjólfsson eru umsjónarmenn þáttanna og þau komu og sögðu okkur frá því sem boðið verður upp á í kvöld.

Það getur oft reynst kylfingum erfitt finna lausta rástíma á golfvöllum landsins. Forritarinn Elías Gíslason hefur sett á laggirnar vef þar sem íslenskir kylfingar geta auðveldlega fundið lausa rástíma og við fengum heyra allt um þá lausn í þættinum í dag.

Í næstu viku hefst Riff sem er alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík - Sölvi Halldórsson og Margrét Erla Þórsdóttir komu til okkar á eftir og segja okkur af því allra helsta sem þar verður boðið upp á.

Það bárustu fréttir af því í vikunni klæðning hafi fokið af hluta hring­veg­ar­ins við Jök­ulsá á Fjöll­um og á Bisk­ups­hálsi á Norðaust­ur­landi og vegfarendur beðnir um sýna aðgát. En hvernig gerist þetta og hvernig bera menn sig við lagæra ? Loftur Jónsson er svæðisstjóri hjá Vegagerðinni á austurlandi og við ræddum við hann.

Lagalisti:

Snorri Helgason - Haustið '97.

Herra Hnetusmjör - Ómótstæðileg.

Ampop - My Delusions.

Laufey - California and Me.

The Rolling Stones - Waiting On A Friend.

GDRN - Háspenna.

Superserious - Bye Bye Honey.

Bubbi Morthens - Trúir Þú Á Engla.

Daði Freyr - Whole Again.

Dasha - Austin.

Tom Odell - Real Love.

The Beatles - Now and Then.

Sálin hans Jóns míns - Færðu mér frið.

Frumflutt

19. sept. 2024

Aðgengilegt til

19. sept. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,