Síðdegisútvarpið

Slagveður, gæðingar í ullarsokkum, Innipúki og spilling á Spáni

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum spáin fyrir verslunarmannahelgina er, tja, ekki frábær. Alls ekki. En fyrir þær huguðu sálir sem ætla þrátt fyrir allt skella sér í útilegu í slagviðrinu, hvernig gerir maður það þannig tjaldið kjurrt á sínum stað og án þess andast úr ofkælingu? Við heyrðum í björgunarsveitakonunni Jóhönnu Guðrúnu Snæfeld Magnúsdóttur um hvernig er best bera sig að.

Þessa vikuna heyrum við í nokkrum af þeim sem standa útihátíðum um helgina, og í þessu tilfelli innihátíð. Eldar Ástþórsson kom til okkar og sagði okkur af Innipúkanum í Reykjavík.

Jóhann Hlíðar Harðarson, okkar maður á Spáni, sagði okkur í dag af bæjarhátíðum á Spáni og spillingu í spænska þinginu.

Við töluðum um daginn við formann húsfélagsins Árskógum 1-3, Inga Þór Hafsteinsson, en íbúar mótmæltu þá lagningu göngustíg allt því inn í stofu hjá íbúum. En hefur borgin og húsfélagið náð sáttum. Ingi Þór sagði okkur nánar frá því í hverju þær eru fólgnar.

Heimsmeistaramót íslenska hestsins hefst eftir viku í Birmenstorf í Sviss og íslensku keppnishrossin kvöddu heimahagana í gær þegar þau fóru um borð í flugvél í Keflavík. Hulda Geirsdóttir var á staðnum og fylgdist með.

Og eins og fyrr sagði viðrar ekki vel um verslunarmannahelgina. minnsta kosti ekki eins og útlitið er núna. En hvar skildi veðrið verða skárst? Siggi Stormur rýndi í spárnar fyrir okkur.

Frumflutt

29. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,