Síðdegisútvarpið

Húsnæðismarkaðurinn, Dubai súkkulaði og hommalegasta blómabúð landsins

Ingunn Lára Kristjánsdóttir fréttamaður og Hafliði Ragnarsson súkkulaði sérfræðingur ræddu við okkur um Dubai súkkulaði æðið

Bjarni Þór Sigurðsson stjórnarmaður í VR kom til okkar og við ræddum við hann um húsnæðismarkaðinn á Íslandi. Hann skrifaði grein sem birtist í vikunni og var yfirskrift hennar : Nýtt húsnæðis­kerfi á Ís­landi: Nor­rænar hug­myndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaup­endur! Við spurðum Bjarna útí þessar hugmyndir.

Við hringdum til Tenerife og ræddum við Sigvalda Kaldalóns um fasteignamarkaðinn á Spáni.

Samtök fyrirtækja í landbúnaði, Bændasamtök Íslands, Samtök ungra bænda, Samtök smáframleiðenda matvæla, Beint frá býli og Samtök afurðastöðva í mjólkurframleiðslu efndu til fundar í gær. Yfirskrift fundarins var Íslensk matvæli: Einkamál fárra eða hagsmunir allra? Margrét Ágústa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri bændasamtakanna kom og sagði okkur frá því helsta sem fram kom á fundinum.

Hjónin Bjarni Snæbjörnsson og Bjarmi Fannar keyptu blómabúð í Grímsbæ og Siggi Gunnars fór og kíkti á þá.

Á laugardaginn verður mikið um dýrðir í KR heimilinu en þá ætla bæði karla og kvennalið KR í körfunni spila góðgerðaleik fyrir Einstök börn, Egill Ástráðsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði okkur betur frá þessu.

Frumflutt

27. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,