Síðdegisútvarpið

´Mannauðsmál, viðbótarlífeyrissparnaður og Unicef á Íslandi 20 ára

Í grein sem Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði skrifaði á Vísi í byrjun september og ber yfirskriftina "Sam­fé­lag sem týnir sjálfu sér" vill Viðar meina Samfélagið hafi villst af leið. Viðar segir samfélagið stjórnast meira og minna af efnahagslegum forsendum frekar en manneskjulegum, ofurkapp lagt á hagræði og skilvirkni og grefur undan lykilstofnunum sínum. Þessi firring birtist síðan í stórum og vaxandi vandamálum þess sem einstaklingar finna á eigin skinni, svo sem eins og aukin angist sem greina í hækkandi tíðni einmanaleika, kvíða og kulnunar. Viðar kom til okkar.

Í tilefni af 20 ára afmæli UNICEF á Íslandi senda þau út ákall til þjóðarinnar um mikilvægi þess búa til pláss í hjartanu fyrir öll börn sem þurfa stuðning, vernd og mannúðaraðstoð í heiminum í dag. Í átakinu hefur UNICEF á Íslandi fengið til samstarfs við sig mörg fyrirtæki og stofnanir sem ætla svara kallinu og „búa til pláss“ fyrir málstaðinn í nærumhverfi sínu, daglegu starfi, húsnæði og auglýsingaplássum og þannig leggja Heimsforeldrasöfnun þeirra lið. Meðal annars var gerð auglýsing þar sem kom hópur 20 barna og þá fékk Unicef á Íslandi þau Bryndísi Jakobsdóttur og Memfismafínu til þess búa til lag til styðja við átakið. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, kom til okkar.

Heimild til þess nýta séreignarsparnaðarúrræði stjórnvalda rennur út undir lok árs. Sitt sýnist hverjum í þessum efnum og í nýlegri grein í Vísbendingu fjalla Gylfi Zoega prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og Már Wolfgang Mixa dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um notagildi séreignasparnaðar sem hagstjórnartæki og færa fyrir því rök réttast væri framlengja heimildir til þess beita úrræðinu.

En hverjum gagnast þetta úrræði best og á hverjum kemur það verst niður á verði því hætt. Því svaraði Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi

Þóra Þorgeirsdóttir, doktor í mannauðsstjórnun og lektor við Háskólann í Reykjavík, kennir á vinsælu námskeiði hjá Endurmenntun sem ber heitið Vellíðan starfsfólks. Þóra kom til okkar á eftir og við spyrjum hana út í það helsta semmáli skiptir þegar kemur vellíðan á vinnustað og hvað við getum sjálf lagt til málanna í þeim efnum.

Á Torginu sem er á dagskrá eftir fréttir i kvöld er umræðuefnið ungt fólk, líðan þess og eflaust verður rætt um ofbeldi og hnífa notkun. Við fengum til okkar umsjonarfolk þáttarins til okkar á eftir til fara aðeins betur yfir það hverjir verða i salnum.

Elliðaárstöð, Orka náttúrunnar og Veitur standa fyrir málþingi í hádeginu á morgun þar sem umferð hjólandi og gangandi er í öndvegi undir yfirskriftinni Aðförin í öndvegi. Þarna verða erindi um vistvænar samgöngur og borgarskipulag út frá ýmsum hliðum. Við fengum til okkar Eddu Ívarsdóttur, borgarhönnuð hjá Pláss, til okkar en hún spyr í sínu erindi "Hvaða áhrif hefur bílablindan haft á samfélagið, daglegt líf og umhverfi? Hvernig hafa borgir og bæjarfélög mótast eftir þörfum bíla og hvaða ráð höfum við til breyta þessu?"

Frumflutt

17. sept. 2024

Aðgengilegt til

17. sept. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,