Síðdegisútvarpið

Þú ringlaði karlmaður, meðvirkni, og Manchester City málaferlin

Réttarhöld vegna ákæru ensku úrvalsdeildar karla í fótbolta gegn Manchester City hófust í dag. City er ákært fyrir hafa brotið 115 sinnum á fjármálaregluverki deildarinnar á árunum 2009 til 2018. Ákærurnar komu í kjölfar rannsóknar sem tók fjögur ár en forsvarsmenn félagsins neita hafa brotið reglur. Við ræddum málefni City við Jóhann Helgason sérfræðing í fjármálum knattspyrnufélaga.

Aðsókn helstu náttúruperlum landsins hefur aukist milli ára þrátt fyrir margir hafi lýst vonbrigðum með ferðamannasumarið í ár. Ferðamálastofa tók saman tölur fyrir Morgunblaðið en þær eru unnar úr teljurum víða um land. Við rýndum aðeins í helstu niðurstöður með Halldóri Arinbjarnarsyni upplýsingastjóra Ferðamálastofu.

Meðvirkni hefur óteljandi birtingamyndir og rákum við í Síðdegisútvarpinu augun í það komið er fram á sjónvarsviðið meðvirkni hlaðvarp. Umfjöllunarefni hlaðvarpsins eru margskonar og byggja bæði á faglegum grunni og raunverulegum aðstæðum úr hversdagsleikanum og maðurinn á bakvið hlaðvarpið Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu ráðgjafaþjónustu kom til okkar.

Magnús Jóhann Ragnarsson er píanóleikari tónskáld og útsetjari og hefur þrátt fyrir ungan aldur skipað sér veglegan sess í íslensku tónlistarlífi. Nýjasta verkefnið hans er plata sem er við það líta dagsins ljós og auk þess samdi Magnús tónlistina fyrir bíómyndina Ljósvíkingar. Magnús blæs til tónlistarhátíðar sem heitir State of the Art og verður á dagskrá í oktober svo hann situr ekki auðum höndum. Við fengumMagnús til okkar.

Við ætlum líka heyra af nýútkominni bók eftir Rúnar Helga Vignisson prófessor í ritlist sem heitir - Þú ringlaði karlmaður

Aðalpersónan í bókinni eða sannsögunni er höfundurinn sjálfur á ýmsum þroskastigum. Í bókaumfjöllun kemur fram í Í kjölfar #metoo og eigin tilvistarglímu ákvað höfundur takast á við kynjaumræðu samtímans. Úr varð þessi bók sem við heyrum meira um í þættinum.

Efnt hef­ur hef­ur verið til und­ir­skriftal­ista þar sem þess er kraf­ist Ísa­fjarðarbær og ríkið taki það al­var­lega hversu mik­il hætta fylgi því keyra í Vest­fjarðagöng­um. Þetta kem­ur í kjöl­far rútu­bruna á föstu­dag og Ólöf Birna Jen­sen, full­trúi hverf­is­ráðs Súg­anda­fjarðar, er ábyrgðarmaður list­ans og við spjölluðum við hana.

Frumflutt

16. sept. 2024

Aðgengilegt til

16. sept. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,