Síðdegisútvarpið

Hamingjusamar hænur á Ströndum og Helgi Björns

Allsherjarverkfall hófst í Ísrael í morgun. Þessar aðgerðir eru til þess þrýsta á stjórnvöld semja um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas.

Það nýjasta er verkalýðsdómstóll í Ísrael hefur úrskurðað allsherjarverkfallið sem hófst í morgun verði stytt. Hallgrímur Indriðason kom til okkar og sagði okkur betur frá.

Við forvitnuðumst um grænmetisuppskeru það sem af er sumri hringdum í forstjóra Sölufélags garðyrkjumanna hann heitir Gunnlaugur Karlsson.

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Það er von undirbúningshópsins gulur september, auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna, til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju.

Jóhanna María Eyjólfsdóttir á sæti í undirbúiningshópi Guls september og við heyrðum í henni.

Kristín Einarsdóttir býr í Hveravík á Ströndum og ræktar þar grænmeti, á hunda, hesta og hænur, tekur á móti ferðafólki, stendur fyrir tónleikum og ýmislegt fleira. Við heyrðum í henni hljóðið og fengum fréttir af Ströndum.

Nýtt leikverk eftir Lalla töframann verður frumsýnt þann 15. sept í Tjarnarbíói en það nefnist ,,Nýjustu töfrar og vísindi" . Lalli segir sjálfur um ræa fræðandi barnasýningu þar sem Lalli rannsakar hvort það einhver raunverulegur munur á töfrum og vísindum. Lalli kom í Síðdegisútvarpið.

Og svo heyðum við af því verkefni sem felst í finna fólk sem hatar saxafón. Þetta er á frumkvæði saxafónleikaranna Eiríks Stephensen og Úlfs Eldjár sem eru vinna útvarpsþáttum fyrir Rás 1 sem heita Saxi og Sachsi.

Frumflutt

2. sept. 2024

Aðgengilegt til

2. sept. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,