Síðdegisútvarpið

Brunaliðið, Bridge og leiðinlegir foreldrar

Ársæll Arnarsson er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann heldur námskeiðið: Listin vera leiðinlegt foreldri. Ársæll kemur til okkar í þáttinn í dag og segir okkur allt um þá list.

Hin árlega FO-herferð UN Women á Íslandi er stærsta söfnunarátak samtakanna hvert ár og hefur frá árinu 2015 safnað meira en 100 milljónum til verkefna UN Women sem hafa það markmiði uppræta kynbundið ofbeldi. Í ár mun ágóðinn renna til verkefna UN Women í Súdan. Við heyrðum í Stellu Samúelsdóttur framkvæmdastýru UN Women í þættinum

Jólin koma heldur betur snemma í ár, því hin sögufræga hljómsveit Brunaliðið kemur saman í Eldborg, Hörpu, þann 30. nóvember nk. Þetta verður í fyrsta skipti sem Brunaliðið heldur jólatónleika þar sem allar perlurnar af hinni frábæru jólaplötur "Með eld í hjarta" verða fluttar. Við fengum tvo meðlimi Brunaliðsins í heimsókn þá Magnús Kjartansson og Pálma Gunnarsson.

Mikil uppsveifla virðist vera í skólabridge, sérstaklega hvað landsbyggðina varðar. Það er hið besta mál þar sem ransóknir sýna fram á fylgni milli briddskunnáttu og góðs námsárangurs. Matthías Imsland framkvæmdarstjóri Bridgesambands íslands sagði okkur betur frá þessu á eftir.

Í nýlegri auglýsingu frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu er óskað eftir umsóknum í starf lög­reglu­manns, en alls eru 28 stöður í boði. Fram kem­ur sett verði í stöðurn­ar frá 1. janú­ar 2025 í sex mánuði, með skip­un í huga reynslu­tíma lokn­um. En hvað þurfa þeir einstaklingar sem eru áhugasamir hafa til brunns bera því svaraði Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri

Frumflutt

30. ágúst 2024

Aðgengilegt til

30. ágúst 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,