Síðdegisútvarpið

Leit hætt á Breiðamerkurjökli,mannát og Sycamore tree tekur tökulag

Sund­kapp­inn Ant­on Sveinn McKee hef­ur ákveðið gefa ólymp­íu­varn­ing sinn sem hann fékk fyr­ir taka þátt á leik­un­um í Par­ís í síðasta mánuði. Við heyrðum í Antoni Sveini og spurðum hann útí hvers vegna hann gefa þetta.

Á mánudegi fjöllum við um m-in tvö, menningu og mannát, en það er einmitt yfirskrift námskeiðs á vegum Endurmentunar Háskóla Íslands. Var mannát iðkað á landinu okkar fagra? Hvar er besti bitinn á manslíkamanum? Dagrún Ósk Jónsdóttir kennari námskeiðsins hefur rannsakað mannát með sérstakri áherslu á birtingarmynd þess í íslenskum þjóðsögum og ævintýrum, hún svaraði þessum krefjandi spurningum í þættinum.

Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri kom til okkar í kaffisopa og við fórum yfir það sem er framundan í Borgarleikhúsinu í vetur.

Gunni Hilmars og Ágústa Eva komu til okkar og tóku fyrir okkur lagið í beinni á mánudegi.

Leit hefur verið hætt á Breiðamerkurjökli. Ferðaþjónustufyrirtækið sem stóð fyrir ferðinni sagði 25 væru með í för en hafði ekki nöfn allra. Vitað var um 23 í gær, 21 sem slapp án meiðsla, eina konu sem slasaðist og karlmann sem lést. Þá var talið tveir hefðu lent undir ísnum og hefðu ekki fundist en svo reyndist ekki vera. Á línunni hjá okkur var Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Frumflutt

26. ágúst 2024

Aðgengilegt til

26. ágúst 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,