Síðdegisútvarpið

Una Torfa, lýðheilsuvísar og upphitun fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun

Í dag voru lýðheilsuvísar 2024 kynntir en lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar og tengda þætti. Dóra Guðrún Guðmundsdóttirsviðsstjóri lýðheilsusviðs, embætti landlæknis kom til okkar og við spurðum hana út í þessa þætti.

Og til koma okkur í góðan helgargír fengum við til okkur hana Unu Torfa sem var senda frá sér nýtt lag í dag, lagið Dropi í hafi. Lagið er glænýtt en framundan hjá henni eru útgáfutónleikar á plötu hennar Sundurlaus samtöl sem kom út í apríl.

Bikarúrslit karla í fótbolta eru á morgun og þar mætast Víkingur og KA. Það reikna með hörku rimmu í Laugardalnum en Víkingar unnu KA í úrslitaleiknum fyrir ári síðan. Og hituðum upp fyrir leikinn með tveimur eðal mönnum. Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA mætti hingað ásamt Sverri Geirdal varaformanni knattspyrnudeildar Víkings.

Kvikmyndin Ljósvíkingar hefur heldur betur fengið góðar móttökur á Ísafirði en Ísfirðingar hafa flykkst í bíó sjá myndina og við ætlum hringja vestur og heyrðum í Snævari Sölva Sölvasyni leikstjóra og handritshöfundi myndarinnar.

Jakob Birgisson uppistandari kom í þáttinn svona í tilefni af því það er föstudagur og okkur langaði vera dálítið á léttu nótunum en líka vegna þess hann er frumsýna Vaxtaverki glænýja uppistandssýningu í Tjarnarbíó á morgun.

Í gær stóð Röskva, stúdentahreyfing í Háskóla Íslands, fyrir kröfufundi fyrir framan aðalbyggingu Háskólans þar sem rektor var afhent krafa um stúdentum yrði boðið upp á ódýrt samgöngukort, svokallaðann U-passa. S. Maggi Snorrason, stúdent og nefndarmeðlimur málefnanefndar Röskvu, er mætti til okkar.

Lagalisti:

Sálin hans Jóns míns - Hvar Er Draumurinn?.

Friðrik Dór - Fröken Reykjavík.

Lizzo - Juice.

Post Malone og Luke Combs - Guy For That.

Black Pumas - Mrs. Postman.

Eyþór Ingi Gunnlaugsson - Áfram KA menn.

Patrik Atlason - Við erum Víkingar

Mugison - Kletturinn.

Helgi Björnsson - Í faðmi fjallanna.

Una Torfadóttir - Dropi í hafi.

Una Torfadóttir - Fyrrverandi.

Herra Hnetusmjör - Ómótstæðileg.

Lionel Richie - All Night Long (All Night) [Radio Edit].

Frumflutt

20. sept. 2024

Aðgengilegt til

20. sept. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,