Bóndi segir Ratcliffe vera eins og lénsherra í Vopnafirði
Enski milljarðarmæringurinn Jim Ratcliffe er einn stærsti jarðaeigandi á Íslandi. Hann keypti upp jarðir á norðausturhorninu í stórum stíl fyrir nokkrum árum og er með sex laxveiðiár á leigu, meðal annars Selá og Hofsá.
Í sumar ætlar hann að dvelja lengur á Íslandi en hann hefur gert og veiða í Selá. Rýma þurfti Selá á besta tíma í sumar fyrir Ratcliffe og geta veiðimenn sem hafa veitt þar á þessum tíma um árabil því ekki veitt í ánni.
Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers, svarar spurningum um þetta og segir að auðvitað geti Ratcliffe sem leigutaki Selár og landeigandi stýrt því hversu mikið hann veiðir sjálfur í ánni.
Rætt er við bændurna Pétur Valdimar Jónsson í Hofsárdal og Jóhannes Sigfússon í Þistilfirði um umsvif Jim Ratcliffe á norðausturlandi.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Frumflutt
7. jan. 2026
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Ingvars Þórs Björnssonar.