Deilur um peninga og pólitík skekja Glímusambandið
Deilur hafa geisað innan Glímusambands Íslands út af fjárreiðum og stjórnarháttum í sambandinu. Deilurnar snúast meðal annars um háan kostnað við glímukynningar og ferðalög erlendis á vegum sambandsins.
Skipt var um alla stjórn Glímusambandsins á einu bretti á ársþingi sambandsins í lok september samkvæmt fundargerð þingsins. Fundargerðin er harðorð.
Sigmundur Stefánsson tók við prókúru sambandsins af fyrri framkvæmdastjóra eftir ársþingið. Hann hafði verið fenginn í það verkefni í vor að yfirfara fjárreiður sambandsins.
Þetta helst settist niður með Sigmundi í hljóðstofu og bað hann um að fara yfir stöðuna. Hvað er eiginlega búið að vera í gangi hja Glímusambandi Íslands?
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Frumflutt
25. nóv. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.