Þeim sem fara fyrir öryggismálum í landinu er tíðrætt um fjölþáttaógnir sem steðja að Íslandi.
Ógnum sem geta grafið undan lýðræði og innviðum samfélagsins. Ein af þessum ógnum eru erlend afskipti af íslenskri þjóðmálaurmæðu. Að hægt sé með skipulögðum hætti að hafa áhrif á almenningsálit í málum sem varða hagsmuni annarra ríkja. Viðhorf Íslendinga til stríða eða alþjóðasamvinnu svo sem Nato eða Evrópusambandsins.
Við ætlum að ræða við fólk sem hefur miklar áhyggjur af þessu og vinnur við það alla daga að greina og bregðast við slíkum ógnum. Kristján Guy Burgess er alþjóðastjórnmálafræðingur sem hefur fengist við þessi mál meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Afskipti af íslenskri þjóðmálaumræðu er líka höfuðverkur hjá Blaðamannafélagi Íslands þar sem Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður.
Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Frumflutt
4. nóv. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.