Hápólitísk ákvörðun nýrrar ríkisstjórnar um búvörulög
Sjaldgæft er að nýjar ríkisstjórnir bregðist strax við nýsamþykktum lögum með því að setja eigin ný lög til höfuðs þeim. Þetta er það sem nýja ríkisstjórnin hyggst gera varðandi búvörulögin sem samþykkt voru í fyrra.
Stjórnmálafræðiprófessorinn Eva H. Önnudóttir segist ekki muna eftir sambærilegu fordæmi úr stjórnmálasögu liðinna ára þar sem nýsamþykktum lögum er breytt með setningu annarra.
Lagaprófessorinn Hafsteinn Dan Kristjánsson segist ekki muna eftir mörgum öðrum fordæmum en að þau séu þá til. Hann segir að dómsmálið sem hefur orðið til vegna búvörulaganna sé einstakt í íslenskri réttarsögu.
Ritstjóri Bændablaðsins, Guðrún Hulda Pálsdóttir, segir að nýja ríkisstjórnin verði að eyða óvissunni í málinu fyrir bændur og koma með lausnir sem auki hagræðingu í kjötiðnaði hér á landi.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Frumflutt
5. feb. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.