Þetta helst

Bátastríðið: Hlölli vs. Nonni

Fjallað er um bátastríðið í Reykjavík á milli Hlöllabáta og Nonnabita á tíunda áratug síðustu aldar.

Rætt er við Jón Guðnason, eða Nonna á Nonnabitum, sem segir frá því hvernig hann stofnaði sinn eigin bátastað eftir hafa unnið á Hlölla í sjö ár. Hlöllabátar voru stofnaðir árið 1986 og kenndir við Hlöðver Sigurðsson.

Nonni segir frá kergjunni og keppninni á milli staðanna tveggja í miðbæ Reykjavíkur og hvernig viðskiptavinirnir skiptust í hópa eftir því hvort þeir voru Nonna- eða Hlöllamegin í lífinu. Hann segir okkur líka frá Nonnasósunni frægu og rýnir í framtíð staðarins sem í dag er í Bæjarlind í Kópavogi.

Nonni er verða sjötugur en stendur ennþá við steikarborðið og gerir beikonbáta fyrir viðskiptavini.

Umsjón. Ingi Freyr Vilhjálmsson

Frumflutt

19. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,