Viðtal við 25 ára gamla konu frá Venesúela, Andreinu Edwards, sem sýnt var í kvöldfréttum RÚV á föstudaginn hefur vakið mikla athygli. Hún gagnrýndi fyrirtækið Ræstitækni, þar sem hún vann við þrif, harðlega.
Viðtalið var hluti af þeirri miklu umræðu sem verið um launakjör ræstingafólks, sem yfirleitt er af erlendu bergi brotið, hér á landi. Andreina er til viðtals í þættinum.
Rætt er við aðra samstarfskonu Andreinu, Leydi Teran, sem segir að Íslendingar þurfi að líta á hælisleitendur og aðrar innflytendur eins og manneskjur.
En hvað gerist svo? Rætt er við Daníel Isebarn Ágústsson, lögmann stéttarfélagsins Eflingar, og Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambandsins, um það.
Frumflutt
18. feb. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.