Þetta helst

Misnotkun á filippseyskum au pair-stelpum

Ungar konur frá Filippseyjum koma í stórum stíl til Íslands á au pair leyfi, sem er vistráðning til íslenskra fjölskyldna. Vistin er ekki skilgreind launuð vinna og því eru au pair-ar utan stéttarfélaga og ekki með eiginlegt atvinnuleyfi. Það er því ekkert kerfi eða öryggisnet utan um þær sem lenda í slæmum aðstæðum. Norðmenn hafa aflagt kerfið vegna hneykslismála og í Danmörku er kerfið afar umdeilt. dönsk þáttarröð á Netflix vekur upp siðferðislegar spurningar um ójafnvægið milli filippseyskra stelpna og fjölskyldanna sem þær búa hjá.

Saga Kjartansdóttir og Hlöðver Skúli Hákonarson benda á galla kerfisins hér á landi. Augljóst fjölmargir líti á au pair stúlkur sem ódýrt vinnuafl og misnoti kerfið. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.

Frumflutt

14. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,