Ríkisstjórnin hefur áhyggjur af samþjöppun eigna hjá stórútgerðinni
Í vikunni voru kynnt á Alþingi tvö þingmál sem sýna áhyggjur ríkisstjórnarflokkanna af samþjöppun kvóta og eigna hér á landi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins. Þessi þingmál fela í sér nýja stefnumörkun sem er annars eðlis en hjá síðustu ríkisstjórn.
Annað málið snýst um beiðni frá þingmönnum úr ríkisstjórnarflokkunum um að matvælaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, flytji Alþingi skýrslu um umsvif stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi.
Hitt málið snýst um frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson matvælaráðherra um gagnsæi og tengda aðila í sjávarútvegi. Þessu frumvarpi ætla að takmarka mögulega samþjöppun í eignarhaldi fiskveiðikvóta. Ráðherra lagði frumvarpið fram á Alþingi í vikunni og var fyrsta umræða um það í dag.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Frumflutt
13. mars 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.