Einar Ágústsson var í síðustu viku dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik. Bróðir hans, Ágúst Arnar, er leiðtogi trúfélags á Íslandi, trúfélags sem er byggt á einni elstu trú mannkyns: Zuism. Saga íslensku Zúistanna er ekki dæmisaga, þó að hún sé á köflum hálf-lygileg. Hún er vissulega dæmisaga sem slík, um það hvernig á ekki að gera hlutina, eða hvernig á einmitt að gera þá, það fer allt eftir viðhorfinu. Í dag eru um 600 skráðir Zúistar á Íslandi, en þeir voru rúmlega 3000 á blómaskeiðinu, sem reyndist þó byggt á sandi. Sunna Valgerðardóttir fjallar um Kickstarter-bræðurna Einar og Ágúst, baráttu Zúistastjórnarinnar við kerfið og sóknargjöldin sem átti að endurgreiða.
Frumflutt
31. okt. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.