Air Atlanta hefur greitt út 23 milljarða til eigenda
Air Atlanta hefur um árabil haft erlendar flugfreyjur í vinnu hjá sér í gegnum starfsmannaleigu á Möltu. Flugfreyjurnar eru meðal annars frá löndum eins og Indonesíu og Malasíu. Þær eru með um 50 dollara, tæplega, sjö þúsund krónur, í laun á dag,
Baldvin Már Hermannsson forstjóri Air Atlanta segir í svari við spurningum Þetta helst um launakjör flugfreyjanna að erfitt sé að bera laun saman á milli landa.
Fyrrverandi flugmaður hjá Air Atlanta, Hollendingum Sjoerd Willinge Prins var í viðtali við Þetta helst í síðustu viku og ræddi hann um það sem hann taldi vera illa meðferð Air Atlanta á sér þegar hann starfaði hjá félaginu. Sjoerd segir að hann hafi verið skilinn einn eftir, launalaus og með himinháan sjúkrahúsreikning eftir að veiktist í starfi sínu sem verktaki á vegum Air Atlanta í Kenía í Afríku.
Frá árinu 2020 til ársins 2023 hafa eigendurnir greitt sér út arð upp á 135 milljónir dollara. Með fyrirhugaðri arðgreiðslu síðasta árs fer þessi upphæð í rúmlega 170 milljónir dollara. Í íslenskum krónum talið og út frá verðlagi hvers nema arðgreiðslurnar út úr flugfélaginu rúmlega 23 milljörðum íslenskra króna.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Frumflutt
31. mars 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.