Heimsókn Höllu forseta til Kína og tilvitnunin í Mao formann
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, vitnaði í Mao Zedong, formann Kommúnistaflokks Kína á árunum 1949 til 1976, á kvennaráðstefnu í Peking á mánudaginn.
Forsetinn er í opinberri heimsókn í Kína og vísað í ræðu sinni till þekktrar tilvitnunar í Mao formann þar sem hann fjallar um jafnrétti kynjanna. ,,Konur halda uppi hálfum himninum.”
Mao í er í vestrænum sagnfræðiritum talinn vera einn mesti harðstjóri tuttugustu aldarinnar og er honum stundum líkt við Jósep Stalín í Sóvétríkjunum. Vegna stefnu hans dóu á milli 30 og 45 milljónir úr hungri. Andstæðingar Mao og stefnu hans voru einnig pyntaðir, barðir og teknir af lífi.
Rætt er við Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands. um sögu og arfleifð Mao í kínversku samfélagi. Geir svarar því meðal annars hvað honum finnist um það að forseti Íslands vitni í Mao í ræðu.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Frumflutt
15. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.