,,Tékkneski sfinxinn" sem vill flytja út vikur úr Kötlu
Fyrirtæki tékkneska milljarðamæringins Daniel Kretinsky vill byggja tveggja kílómetra langa bryggju við Alviðruhamra á austanverðum Mýrdalssandi á Suðurlandi. Hann vill nota bryggjuna til að flytja út allt að fimm milljónir tonna af vikri frá Íslandi á ári. Umhverfismat á verkefninu stendur nú yfir.
Efnið sem fyrirtækið vill flytja út um þess bryggju er gjóska sem féll til við eldgos í Kötlu árið 1918. Fyrirtækið hefur búið til orðið Kötlusalli til að aðgreina þetta efni frá öðrum vikri á Íslandi, segir framkvæmdastjóri þess, Ragnar Guðmundsson.
Daniel Kretinsky er vægast sagt stórtækur fjárfestir í Evrópu. Hann á meðal annars stóran hlut í enska fótboltaliðinu West Ham, tékkneska fótboltaliðið Slavia Prag, skóbúðina Foot Locker, hlut í bresku verslanakeðjunni Sainsburys auk þess sem hann keypti breska póstfyrirtækið Royal Mail í lok síðasta árs. Sú fjárfesting Kretinsky vakti mikla athygli þar sem um er að ræða fyrrverandi ríkisfyrirtækið og er þetta í fyrsta skipti sem erlendur aðili eignast póstfyrirtækið.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Frumflutt
5. maí 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.