Kaup Kviku á bresku lánafyrirtæki sem bankastjórinn stofnaði
Kvika lauk fyrr á þessu ári kaupum á öllu hlutafé í bresku lánafyrirtæki sem bankastjórinn Ármann Þorvaldsson stofnaði árið 2013. Seljendur hlutabréfanna eru meðal annars meðstofnendur Ármanns í Ortus Secured Finance.
Þetta er veðlánafyrirtæki sem sérhæfir sig í að veita svokölluð brúarlán með veði í fasteignum. Brúarlán eru lán sem eru veitt til skamms tíma.
Kvika er almenningshlutafélag sem er að langstærstu leyti í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
Þeir sem seldu hlutabréfin sín í Ortus til Kviku fyrr á árinu eru þrír af þeim fjárfestum sem stofnuðu Ortus Secured Finance með Ármanni Þorvaldssyni bankastjóra á sínum tíma. Þetta eru þeir Örvar Kærnested og Bretarnir Richard Beenstock og Jonathan Salisbury.
Ármann Þorvaldsson átti sjálfur hlutabréf í Ortus þar til árið 2018.
Fjallað er um þessi viðskipti Kviku banka og rætt við Alexander Hjálmarsson, greinanda á fjármálamarkaði, um vaxtarmöguleika Ortus í Bretlandi ef fyrirhugaður samruni Kviku og Arion banka gengur eftir.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Frumflutt
17. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.