Þetta helst

Ástarsagan í kastalanum: ,,Einhvern veginn varð Sigurður að ná henni vestur”

Í áratugi hefur kastalahúsið á Arngerðareyri í Ísafirði vakið aðdáum og furðu fólks sem hefur farið um Djúpið.

Bygging hússins leiddi til þess kaupfélagið sem byggði húsið, og Sigurður Þórðarson stýrði, varð gjaldþrota árið 1934. Sigurður hafði þá búið í húsinu ásamt eiginkonu sinni Ástu Jónsdóttur í nokkur ár.

Samtímamenn Sigurðar furðuðu sig á því af hverju þetta hús var byggt á þessum stað og hefur þeirri spurningu í raun aldrei verið svarað.

Frændi Ástu Jónsdóttur, lögfræðingurinn og hæstaréttardómarinn Karl Axelsson, segir hér frá sögunni um byggingu kastalahússins sem sögð var í fjölskyldu hans. Þessi saga snýst um ástina og baráttu Sigurðar og efnamannsins Stefáns Þorlákssonar úr Mosfellssveit um hjarta Ástu.

Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson

Frumflutt

9. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,