Íslendingar hafa fengið innsýn í harðari og hættulegri veruleika en fólk á að venjast hér á landi í gegnum fjölda Venesúelabúa sem hafa flutt til Íslands á liðnum árum. Sumir þessara Venesúelabúa hafa sagt sögur sínar í fjölmiðlum þar sem þeir greina frá því að þeir hafi tekið þátt í pólitísku starfi í heimalandinu. Þeir hafa sagt frá því að í kjölfarið að hafi þeir lent í ofsóknum einræðisherrans Nicolas Maduro sem stýrt hefur landinu með harðri hendi í rúman áratug.
Einn Venesúelabúi sem hefur sótt um leyfi til að setjast að hér á landi á þessum forsendum er maður að nafni Orlando Peña Guevara sem er 56 ára gamall. Hann kom hingað til lands ásamt konu sinni, Reddys Jimenez, og tveimur dætrum í janúar í fyrra.
Saga þeirra er sögð í þættinum í dag.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Frumflutt
11. apríl 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.