Heimspekingurinn Róbert H. Haraldsson hefur skrifað grein um dómstól götunnar sem vakið hefur nokkra athygli.
Lúkasarmálið, KSÍ-málið, Atla Rafns-málið, mál Ingós veðurguðs, Klausturmálið, Sigurðar Inga-málið og fleiri og fleiri eru meðal annars viðfangsefni Róberts í greininni sem birtist í tímaritinu Skírni nú í vor. Í greininni fjallar hann um útilokunar- og slaufunarmenningu út frá sjónarhóli heimspekinnar og tekur mörg dæmi úr íslenskum samtíma en einnig erlendis frá.
Allt eru þetta mál sem fengu talsverða athygli í fréttum á liðnum árum og voru mikið rædd meðal fólks.
Hver er Róbert að fara í þessari grein og af hverju skrifaði hann hana? Rætt er við hann um málið.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Frumflutt
27. ágúst 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.