Þetta helst

Hauskúpa sjávarskrímslis fannst í klettavegg í Dorset

Fyrir um einu og hálfu ári síðan rakst textílhönnuður nokkur á svolítið merkilegt á göngu sinni um enska strönd. Hönnuðurinn, sem er líka forfallinn áhugamaður um steingervinga og fornleifar, áttaði sig strax á þarna hafði hann fundið svolítið merkilegt. ?Ég fann svolítið stórkostlegt,? sagði textílhönnuðurinn á ströndinni. Þetta var reyndar ekkert bara einhver ensk strönd, heldur Júrastrandlengjan og þetta sem hann fann var hluti af mjög stórri og mjög gamalli hauskúpu. Maðurinn hringdi nokkur símtöl, fékk grun sinn staðfestan og á nýjársdag frumsýnir BBC heimildarmynd um þetta trýni í klettinum, skepnuna sem það tilheyrði og stórhættulega björgunaraðgerðina sem lagst var í til nálgast þennan stórmerka fund. Sunna Valgerðardóttir fjallar um risaeðlur í þætti dagsins.

Frumflutt

15. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,