Þetta helst

Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á sorphirðufyrirtækjum

Samkeppniseftirlitið rannsakar tvö fyrirtæki á sorphirðumarkaði. Þetta eru Terra og Kubbur.

Forstjóri helsta samkeppnisaðilans, Íslenska gámafélagsins, segir ýmsar einkennilegar tilviljanir hafi komið upp í tilboðum í sorpþjónustu hjá sveitarfélögum síðastliðin ár. Íslenska gámafélagið er ekki hluti af þessari rannsókn.

Forstjórinn lýsir þessum sorhirðumarkaði og hvernig rusl hefur orðið gulli á liðnum árum og góður framtíðarbissniss.

Formaður Neytendasamtakanna lýsir því hvernig grunsemdir vöknuðu um hið meinta samráð.

Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson

Frumflutt

28. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,