Í næsta mánuði mætir fyrir stríðsglæpadómstól í Haag maður nokkur um nírætt, sem sagður er þjást af elliglöpum og fleiri kvillum. Maðurinn, Rúandamaðurinn Felicien Kabuga, var handtekinn í París fyrir tveimur árum eftir að hafa verið á flótta undan réttvísinni í 26 ár. Hann er sakaður um að hafa, árið 1994, leikið stórt hlutverk í þjóðarmorðinu í Rúanda, þegar rúandískir Hútúar slátruðu mörg hundruð þúsund löndum sínum af þjóð Tútsa. Kabuga var þá einn auðugasti maður Rúanda og notaði auð sinn til að fjármagna bæði áróðursstarfsemi, þar á meðal alræmda útvarpsstöð, og vígasveitir. Þetta helst fjallar um Kabuga, lygilegan flótta hans undan réttvísinni árum saman, og fleiri grunaða þjóðarmorðingja sem enn eru á flótta.
Frumflutt
26. ágúst 2022
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.