Hollenskur flugmaður sem vann hjá íslenska flugfélaginu Air Atlanta í þrjú og hálft ár ber fyrirtækinu ekki vel söguna. Hann segir að fyrirtækið hafi komið fram við sig eins og dýr.
Flugmaðurinn heitir Sjoerd Willinge Prince og er 30 ára gamall. Hann starfaði hjá Air Atlanta á árunum 2020 til 2023. Sjoerd var verktaki hjá Air Atlanta í gegnum maltverska starfsmannaleigu og naut því ekki sömu réttinda og fastráðinn starfsmaður.
Flugmaðurinn segir frá því hvernig íslenska flugfélagið kom fram við hann eftir að hann fékk matareitrun á hóteli í Nairóbí í Kenía árið 2022 þegar hann var þar á vegum Air Atlanta. Hann segist hafa verið skilinn einn eftir, launalaus í tvo mánuði og að hár sjúkrahúskostnaður hafi fallið á hann.
Forstjóri Air Atlanta segir slíkt verktakafyrirkomulag í gegnum áhafnarleigur vera alþekkt í flugbransanum.
Lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna fékk mál Hollendingsins inn á sitt borð og kallar það dæmi um ,,gerviverktöku" sem þurfi að banna.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Frumflutt
27. mars 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.