Barátta friðarverðlaunahafans við einræðið í Venesúela
Helsti stjórnarandstæðingur einræðisherrans í Venesúela, Nicholas Maduro, fékk Friðarverðlaun Nóbels fyrir helgi. Hún heitir María Corina Machado og er 56 ára gömul.
Maria Corina hefur í mörg ár barist gegn einræðisstjórnum Hugo Chavez og Nicolas Maduro. 26 ár eru nú liðin frá því að Hugo Chavez var kjörinn forseti í Venesúela og hefur landið gjörbreyst á þessum tíma og gildi lýðræðisins eru fótum troðin í landinu. Þessari þróun hefur Maria Corina barist gegn í meira en 20 ár.
Fjallað er um sögu hennar í þættinum í dag.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Frumflutt
13. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.