Þetta helst

Arftakaskiptin hjá Samherja

Katla Þorsteinsdóttir, dóttir Þorsteins Más Baldvinssonar og Helgu S. Guðmundsdóttur, er orðin stór eigandi í félagi sem þau hjónin áttu saman áður. Félagið á eignir upp á rúmlega 30 milljarða króna og skuldar nær ekkert. Það heitir Eignarhaldsfélagið Steinn og hélt áður utan um hlutabréf þeirra Þorsteins Más og Helgu, sem er fyrrverandi eiginkona hans, í Samherja.

Þetta kemur fram í ársreikningi Eignarhaldsfélagsins Steins ehf. fyrir árið 2024 sem samþykktur var af stjórn félagsins þann 18. september síðastliðinn. Katla er orðinn eigandi 41 prósent hlutafjárins í þessu félagi. Í upphafi síðasta árs átti hún ekkert í því.

Þorsteinn Már er einn af stofnendum og fyrrverandi forstjóri útgerðarfélagsins Samherja á Akureyri. Samherji er stærsta og öflugasta útgerðarfyrirtæki Íslandssögunnar.

Eigendabreytingarnar á þessum hlutabréfum í Steini eru hluti af stórfelldum eignatilfærslum Þorsteins Más Baldvinssonar og Helgu yfir til barna sinna tveggja, áðurnefndar Kötlu og Baldvins Þorsteinssonar, á síðustu árum. Fyrir sjö árum áttu þau Baldvin og Katla nær ekkert í Samherja og tengdum félögum. Í dag hafa þau tekið við stærstum hluta af hlutabréfum foreldra sinna í Samherja og tengdum fyrirtækjum.

Umsjón: Ingi F. Vilhjálmsson

Frumflutt

30. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,