Eins og sjónvarpsáhorfendur sem fylgdust með útför Elísabetar II. Bretadrottningar á mánudag tóku eftir hvíldu krúnudjásn bresku konungsfjölskyldunnar á kistu þegar hún var borin til grafar: valdasproti hennar, valdahnöttur og kórónan sem drottningin sáluga bar við hátíðleg tilefni. Kóróna þessi á sér áhugaverða sögu, þó hún sé ekki sérlega gömul sjálf er hún prýdd eðalsteinum og perlum sem rekja má aftur í aldir. Hún er svo auðvitað ekki eina kórónan í safni bresku konungsfjölskyldunnar. Önnur og þyngri kóróna var sett á höfuð Elísabetar þegar hún var krýnd drottning 1953 en henni klæddist hún aldrei aftur. Þetta helst fjallar um breskar kórónur í þætti dagsins.
Frumflutt
23. sept. 2022
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.