Þetta helst

Ítalinn Roberto slettir á forníslensku

Þegar Roberto Luigi Pagani flutti til Íslands og hóf störf á leikskóla, talaði hann forníslensku eins og í gömlu handritunum.

Á innan við áratug lærði hann málið uppá tíu og skrifaði um það doktorsritgerð. Hann er sérlegur áhugamaður um þróun íslenskunnar og hefur kortlagt breytingar tungumálsins mörg hundruð ár aftur í tímann.

Roberto kalla sérstakan kynningarfulltrúa Íslands á Ítalíu. Hann kemur reglulega fram í ítölskum fjölmiðlum og segir frá einstakri menningu Íslendinga.

Þóra Tómasdóttir ræddi við hann.

Frumflutt

6. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,