Í vikunni var sagt frá því að Sjúkratryggingar Íslands hefðu gert samninga við þrjú einkarekin heilbrigðisfyrirtæki um að þau geri allt að 1000 skurðaðgerðir á ári með kostnaðarþátttöku íslenska ríkisins. Samningarnir eru til þriggja ára.
Um er að ræða sögulega samninga að því leyti að ekki hafa áður verið gerðir langtímasamningar við einkaaðila um liðskiptaaðgerðir hér á landi. Tekist hefur verið á um slíka einkarekstrarvæðingu í íslenskum stjórnmálum um langt árabil en nú er umræðan um þetta takmörkuð.
Hvaða augum líta forsvarsmenn Landspítalans þessa samninga? Hvað segir verkalýðshreyfingin sem talsvert hefur fjallað um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu? Hverjir eru kostir og gallar þessara samninga?
Umsjón: Ingi F. Vilhjálmsson
Frumflutt
15. ágúst 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.