Sundabraut er löngu þekkt orð í almennri umræðu hér á landi. Svo margumrædd að við tökum stundum ekki eftir því þegar hún er enn einu sinni komin á dagskrá, eftir nokkurra áratuga flæking í ýmsum kerfum.
Samfélagslegur ávinningur, arðsöm framkvæmd, minni heildarakstur, minni mengun, tímasparnaður, styttri vegalengdir og færri slys. Allt þetta hefur verið nefnt sem kostir brautar um Sundin.
Sundabraut hefur auðvitað verið umdeild, enda risavaxin framkvæmd. Deilt hefur verið um leiðir og útfærslur. Og þrátt fyrir áratugalöng samtöl er enn verið að velta upp möguleikum á Sundabrú, Sundagöngum, Sundabraut. En nú virðist þó vera samstaða um að halda áfram.
Í þættinum ræðir Eyrún Magnúsdóttir við Helgu Jónu Jónasdóttur verkefnisstjóra Sundabrautar hjá Vegagerðinni sem segir að allir þurfi að leggjast á eitt í undirbúningi ef markmið um að hefja framkvæmdir árið 2026 eigi að nást.
Frumflutt
21. maí 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.