Þetta helst

Náttúrugrið láta kanna meint lögbrot innan Vatnajökulsþjóðgarðs

Félagið Náttúrugrið er með til skoðunar senda erindi vegna framkvæmda til stækkunar íshella á Breiðamerkurjökli í Vatnajökulsþjóðgarði, sem greint var frá í þættinum í gær og hefur falið lögfræðingi skoða málið. Til álita er bæði kanna meint brot á náttúruverndarlögum og lögum um þjóðgarðinn. Þá lætur félagið einnig skoða hvort óhóflegar framkvæmdir við íshella gætu krafist þess sótt um framkvæmdaleyfi, en slíkt myndi heyra undir skipulagsyfirvöld og þar með sveitarstjórn á svæðinu.

Í þættinum Þetta helst í gær var greint frá því styr stæði um framkvæmdir sumra ferðaþjónustufyrirtækja innan Vatnajökulsþjóðgarðs við íshella í Breiðamerkurjökli sem eru gerðar í því skyni auka aðgengi þeim.

Í vetur hafa 195 þúsund manns heimsótt íshelli á jöklinum, og tímabilið sem farið er í íshellana hefur verið lengjast. Eftirspurnin er mikil og í gær var rætt við Írisi Ragnarsdóttur Pedersen jöklaleiðsögumann sem gagnrýndi það sem hún kallar manngerða hella innan þjóðgarðs. Verið ganga um of á náttúrúna í nafni fjöldaferðamennsku og hagnaðar. Þá var talað við Steinunni Hödd Harðardóttur þjóðgarðsvörð í Vatnajökulsþjóðgarði, sem sagði ábendingar hefðu borist um framkvæmdir og notkun véla sem ekki væru leyfi fyrir, en ekki hefði ekki verið gripið til neinna aðgerða.

Eftir því sem við komumst næst eru notuð logsuðutæki, keðjusagir, brothamrar og önnur verkfæri sem sum eru drifin áfram af dísilrafstöðvum sem látnar eru ganga innan þjóðgarðsins, jafnvel á sama tíma og fólk er þar njóta náttúrunnar.

Haukur Ingi Einarsson jöklaleiðsögumaður sem skipuleggur ferðir á Breiðamerkurjökul segist vilja horfa á málin í stærra samhengi. Hann er til viðtals í þættinum. Einnig er rætt við Stephan Mantler jöklaleiðsögumann.

Í þættinum í gær var vikið því á Breiðamerkurjökli er ákveðin skipting í austur og vestur. Á vestursvæðinu starfa aðallega þrjú fyrirtæki, þau stærstu. Á austursvæðinu eru mörg af smærri fyrirtækjunum, en alls eru 29 fyrirtæki með leyfi til jöklaferða innan þjóðgarðsins. Stærri fyrirtækin hafa varið fjármunum og mannskap í auka aðgengi og það eru þær framkvæmdir, sem Haukur Ingi kallar ofsafengna aðgengisvinnu, sem í raun skapa þessa skiptingu.

Eyrún Magnúsdóttir hefur umsjón með þættinum.

Frumflutt

27. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,