Þetta helst

Paradísareyjar urðu að eitruðum vígvelli

Bandaríkin gerðu tugi tilrauna með kjarnorkusprengjur á Marshall-eyjum, afskekktum eyjaklasa í Kyrrahafi, á árum kalda stríðsins, sem þá var á valdi Bandaríkjanna. Íbúar eyjanna sem sprengjum var varpað á voru fluttir burt, en geislavirknin barst víðar og á byggðar eyjar þar sem íbúar hafa glímt við alvarleg heilsufarsleg vandamál æ síðan. Marshalleyingar segja Bandaríkin hafi aldrei greitt þeim nógsamlegar skaðabætur eða axlað ábyrgð á tjóni sem hlaust vegna prófananna á heilsu og eigur eyjaskeggja. Með hækkandi sjávarmáli er einnig hætta á því geislavirkur úrgangur, sem Bandaríkin skildu eftir á eyjunum, losni úr læðingi. Þetta helst fór yfir sögu kjarnavopnatilraunanna á Marshall-eyjum og áhrif þeirra í dag.

Frumflutt

19. okt. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,