Íslensk stjórnvöld sendu sextán ára gamlan dreng frá Kolumbíu í lögreglufylgd til heimalands síns í október í fyrra. Hann var sendur úr landi ásamt föður drengsins sem hafði beitt hann ofbeldi og afsalað sér forræði yfir honum.
Drengurinn bjó einn á götunni í höfuðborg Kólumbíu, Bogatá, í einn mánuð eftir komuna til landsins þar sem faðir hans yfirgaf hann samstundis.
Bogatá er ein hættulegasta borg í heimi og var drengurinn á vergangi þar og svaf meðal annars í neyðarskýlum og á götunni þar til íslenskur velgjörðarmaður hans sótti hann til Kolumbíu í nóvember og kom með hann aftur til Íslands. Drengurinn heitir Oscar Anders Bocanegra Florez og verður 17 ára þann 19. Apríl.
Útlendingastofnun hefur nú ákveðið að senda Oscar aftur til Kólumbíu þar sem hann á engan að.
Oscar býr hjá Svavari Jóhannssyni og Sonju Magnúsdóttur og vilja þau að hann geri það áfram og hann vill búa hjá þeim. Samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar þarf hann hins vegar að yfirgefa Ísland fyrir 22. apríl.
Oscar segir að glæpasamtök í Kólumbíu séu á eftir honum og vilji drepa hann vegna þess að þau telja að faðir hans skuldi þeim peninga. Þess vegna vill hann alls ekki fara aftur til Kólumbíu.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Frumflutt
16. apríl 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.