Lífeyrissjóðirnir svara spurningum um Kviku og Ortus
Þrír af lífeyrissjóðunum sem eru stærstu hluthafar almenningshlutafélagsins Kviku banka svara spurningum um viðskipti bankans með breska veðlánafyrirtækið Ortus Secured Finance. Kvika gekk fyrr á árinu frá kaupum á restinni af hlutafé félagsins og á það allt í dag. Heildarkaupverð er 6.5 milljarðar króna.
Bankastjóri Kviku, Ármann Þorvaldsson, stofnaði lánafyrirtækið ásamt viðskiptafélögum sínum árið 2012. Viðskiptafélag Ármanns og meðstofnendur voru þeir síðustu sem Kviku keypti út.
Í svörum tveggja lífeyrissjóða, Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Gildis, kemur fram að þeir hafi spurt Kviku spurninga um viðskiptin með Ortus vegna tengsla fyrirtækjanna tveggja. Lífeyrissjóður verslunarmanna fór fram á að Kvika myndi auka og bæta upplýsingagjöf um breska lánafyrirtækið í ljósi tengsla fyrirtækjanna.
Lífeyrissjóðirnir telja þrátt fyrir þetta að Kvika hafi fylgt réttu verklagi í viðskiptunum með breska lánafyrirtækið.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Frumflutt
3. nóv. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.