Vitni í Samherjamálinu segist hafa fengið tilboð fyrir að þegja
Namibísk kona sem er vitni í rannsókn Samherjamálsins segist hafa verið boðin greiðsla upp á 85 milljónir íslenskra króna, fyrir að hætta að spyrja spurninga um rekstur íslenska útgerðarfélagsins í Namibíu árið 2016.
Konan heitir Sharon Neumbo og var stjórnarformaður namibísks félags sem vann með Samherja í útgerð í landinu. Sharon segir að sá sem hafi boðið henni þessa upphæð hafi verið Egill Árnason, starfsmaður Afríkuútgerðar Samherja.
Eftir að Samherjamálið kom upp árið 2019 segist Sharon sömuleiðis hafa fengið tilboð upp á um 340 milljónir króna, fyrir að tjá sig ekki um málið eða bera vitni í rannsóknum á því. Sharon segir í vitnaskýrlunni að þetta tilboð hafi komið í gegnum millilið en að peningarnir hafa átt að koma frá samstæðu Samherja.
Fjallað er um vitnaskýrsluna yfir Sharon Neumbo og stöðu Samherjamálsins hjá héraðssaksóknara.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Frumflutt
11. des. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.