Þetta helst fjallar um tvær manneskjur sem sitja í fangelsi, hvor í sínu landinu, sem orðið hafa að peðum í valdatafli stórveldanna. Bandarísk körfuboltastjarna hefur dúsað í fangelsi í Rússlandi fyrir að hafa flutt kannabisvökva til landsins í um hálft ár. Alræmdur rússneskur vopnasali - kallaður sölumaður dauðans - hefur setið inni í Bandaríkjunum í meira en áratug. Nú gæti svo farið að yfirvöld í Rússlandi og Bandaríkjunum skipti á þessum tveimur föngum - körfuboltastjarnan Brittney Griner verði flutt til heimalands síns Bandaríkjanna í skiptum fyrir rússneska vopnasalan Viktor Bout. Viðræður um fangaskiptin standa yfir - en hvaða fólk er þetta og hvernig komst það í þessa stöðu?
Frumflutt
22. ágúst 2022
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.