Þetta helst

Minnisvarði um stórhuga ,,aristókrata"

,,Kastalinn” svokallaði á Arngerðareyri í Ísafirði á Vestfjörðum hefur um áratugaskeið vakið aðdáun og furðu.

Kaupfélagsstjórinn Sigurður Þórðarson lét hið pínulitla Kaupfélag Nauteyrarhrepps reisa húsið yfir sig fyrir tæpum hundrað árum. Bygging hússins leiddi til þess kaupfélagið varð gjaldþrota.

Til þess skilja af hverju í ósköpunum þetta litla kaupfélag byggði þennan steinsteypta kassa í kastalastíl á þessum tíma þarf átta sig á manninum sem húsið er minnisvarði um, Sigurði Þórðarsyni.

Rætt er við stórbóndann Jón Guðjónsson um Sigurð Þórðarson. Jón lést tæplega 100 ára gamall í lok síðasta árs en viðtalið við hann var tekið um sumarið 2022. Hann keypti jörðina Laugaból í Ísafirði af Sigurði Þórðarsyni árið 1967 þegar kaupfélagsstjórinn og Ásta Jónsdóttir kona hans brugðu búi. Síðar átti Jón eftir eignast jörðina Arngerðareyri og ,,kastalann” sem þar stendur enn.

Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson

Frumflutt

23. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,