Matvælaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, sagði frá því á Sjávarútvegsdeginum fyrr í vikunni að hún hefði falið Hafrannsóknastofnun að gera burðarþolsmat og tillögur að eldissvæðum í Mjóafirði. Íbúar Mjóafjarðar eru 11 talsins.
Hvað segja íbúar á Austfjörðum um þetta fyrirhugaða eldi?
Rætt er við Aðalheiði Elfríð Heiðarsdóttur, vitavörð og íbúa á Dalatanga í Mjóafirði á Austfjörðum, um þetta laxeldi.
Fjölskylda Aðalheiðar hefur búið á Dalatanga í bráðum 60 ár. Fjölskyldan hefur séð um vitann og veðurathugnarstöðina á Dalatanga og hefur því reynsla af búsetu í Mjóafirði í langan tíma.
Einnig er rætt við Seyðfirðinginn og náttúruverndarsinnann Sigfinn Mikaelssson og bæjarstjóra Fjarðabyggðar, Jónu Árný Þórðardóttur.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Frumflutt
27. nóv. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.