Gagnrýna Air Atlanta fyrir verktakasamninga við flugvirkja
Flugvirkjafélag Íslands er ósátt við flugfélagið Air Atlanta vegna þess að það hefur ekki viljað ráða flugvirkja sem launþega nema að litlu leyti. Aðrir eru meðal annars starfsmenn hjá áhafnarleigunni Airborne á Möltu.
Fjallað hefur verið um flugfélagið Air Atlanta í tveimur þáttum af Þetta helst síðaastliðina viku. Sá þriðji er þessi hér.
Eftir að fyrsti þátturinn af Þetta helst um Air Atlanta var birtur í síðustu vikur hafa borist margar ábendingar frá alls kyns aðilum um starfshætti félagsins.
Einn helsti rauði þráðurinn í umfjölluninni og ábendingunum snýst um það að Air Atlanta virðist í auknum mæli vilja ráða til sín starfsfólk sem verktaka.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Frumflutt
2. apríl 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.