Þetta helst

R Kelly fær fleiri dóma

Bandaríski hip hop og r&b tónlistarmaðurinn Robert Kelly, R Kelly, var dæmdur í sumar í 30 ára fangelsi fyrir stýra kynferðisglæpahring, misnota konur og börn kynferðislega, stunda mansal, fjárkúgun og mútur. Kelly hafði enn fleiri ákærur á bakinu sem átti eftir greiða úr. Nýjasti dómurinn yfir honum féll í gær, þar sem hann var fundinn sekur fyrir barnaníð og kynferðisbrot. Fram kemur í frétt Guardian alríkisdómstóll hafi dæmt R Kelly sekan í þremur barnaklámsákærum og þremur kynferðisbrotaákærum þar sem börn áttu í hlut, sem áttu sér stað í heimaborg hans Chicago. Og það eru enn minnsta kosti tvö mál til viðbótar sem bíða R. Kelly, sem snúa kynferðisbrotum, annars vegar í Minnesota og hins vegar í Chicago. Þetta helst fjallaði um R. Kelly í sumar, í byrjun júlí, þegar stóri fangelsisdómurinn var nýfallinn, og fékk Atla Fannar Bjarkason til mín til ræða feril og fall tónlistarmannsins, sem var eitt sinn einn stærsti í heimi.

Frumflutt

15. sept. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,