Þetta helst

Gagnrýni fyrrverandi aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs á umræðuna um trans

Jóhannes Skúlason er stjórnarmaður í Samtökunum 78 og fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, núverandi formanns Miðflokksins.

Hann blandaði sér í umræðuna um mál málanna í vikunni, umræður Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins, og Þorbjargar Þorvaldsdóttur verkefnastýru hjá Samtökunum 78 í Kastljósi á mánudaginn. Snorri hefur verið harðlega gagnrýndur af mörgum fyrir ummæli sín um transfólk í þættinum.

Jóhannes skrifaði langt komment inn á Fésbókarsíðu Sigmundar Davíðs þar sem hann benti á það sem honum fannst vera gagnrýnivert við málflutning Snorra. Hann útskýrir hér gagnrýni sína á orð Snorra Mássonar.

Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson

Frumflutt

5. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,