Örn Pálsson og Arthúr Bogason hafa stýrt Landssambandi smábátaeigenda í 40 ár. Báðir láta þeir nú af störfum.
Örn hefur verið framkvæmdastjóri sambandsins frá stofnun þess. Hann lýsir því hvernig hann tók við þessu starfi og hvaða tilgangi sambandið hefur þjónað í gegnum áratugina. Örn segir meðal annars frá baráttunni við stórútgerðina eftir að kvótakerfinu var komið á.
Kjartan Páll Sveinsson tekur við starfi formanns Landsambandsins. Hann horfir fram á veginn og lýsir því meðal annars hvernig stjórnvöld hér á landi ættu að horfa til Noregs sem fordæmis fyrir smábátaútgerðina hér á landi.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Frumflutt
8. des. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.