Frétt vikunnar á Íslandi er gjaldþrot flugfélagsins Play. Fáir bjuggust við því að félagið yrði gjaldþrota svona fljótt eftir nýlega 2,8 milljarða króna fjármögnun þess í skuldabréfaútboði í lok ágúst.
Stærsti einstaki hluthafi Play var íslenski lífeyrissjóðurinn Birta með rúmlega 10 prósenta eignarhlut. Framkvæmdastjóri Birtu Ólafur Sigurðsson segir að gjaldþrot Play hafi komið honum í opna skjöldu. Birta tapar um 1700 milljónum á gjaldþrotinu.
Rætt er við Ólaf um gjaldþrot Play og hvort fjárfesting Birtu í félaginu hafi verið mistök. Eins er Ólafur spurður að því hvort eittthvað misjafnt hafi átt sér stað í rekstri Play í aðdraganda gjaldþrotsins.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Frumflutt
1. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.