Þetta helst

Úlfar Þormóðs: „Hallærisleg sýning“ hjá Listasafni Íslands

Sýning Listasafns Íslands á fölsuðum verkum er síðasta verk Ólafs Inga Jónssonar forvarðar fyrir safnið. Með henni vill hann vekja fólk til umhugsunar um hvernig verk í stóra málverkafölsunarmálinu voru fölsuð. Verkin voru á sínum tíma rakin til Gallerís Borgar.

Úlfar Þormóðsson, stofnandi Gallerís Borgar, gefur ekki mikið fyrir þetta framtak Listasafns Íslands. Hann er skrifa bók um sína hlið málsins og rangfærslur sem hann tellur Ólaf Inga hafa farið með í Þetta helst árið 2023.

Frumflutt

8. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,